Veitingar í allan dag - ballið byrjar eftir kvöldmat.

VELKOMIN Á

smiðjuhátíð tækniminjasaFNSins 26.-28. JÚLÍ 2019 

ÓKEYPIS AÐGANGUR-NÁMSKEIÐ-HANDVERK-TÓNLIST-MATUR-DRYKKIR-SÝNINGAR

  ÞÖKKUM STUÐNINGIN:    Jónatan Ingimarsson   

                                       Vélsmiðjan Stálstjörnur ehf.       

! FULLT ER Á HNÍFANÁMSKEIÐIÐ OG BIÐLISTI - ENN LAUS PLÁSS Í ÖÐRUM NÁMSKEIÐUM

SAFNIÐ ER OPIÐ VIRKA DAGA KL.11-17 OG STUNDUM Á ÖÐRUM TÍMUM.

AUKAOPNUNARTÍMAR: (auglýstir hér)


Hér má skoða frábærar netsýningar safnsins sem gerðar voru í samstarfi við Google.

Velkomin öll.


Smellið hér til að sjá stærri mynd af plakatinu.

Myndir frá eldri Smiðjuhátíðum.

Námskeið t.d.

Eldsmíði,  hnífasmíði, tálgun, prent og bókagerð, morselyklasmíði og æfingar í skeytasendingum,  málmsteypa.


Skemmtun fyrir alla fjölskyduna:

Tónleikar, tónlist, bryggjuball, sérsýningar, leiðsagnir.  

Frábær veislumatur og drykkjarföng að venju.


og munið*

Ókeypis aðgangur á safnið,SÝNINGAROG skemmtiatriðin  Á MEÐAN HÁTÍÐIN STENDUR YFIR.  GREIÐA ÞARF SANNGJARNT VERÐ FYRIR VEITINGAR OG ÞÁTTTÖKU Í NÁMSKEIÐUM.Tækniminjasafn Austurlands fjallar um sögu Íslands með áherslu á tæknivæðingu landsins frá um 1880 til dagsins í dag.  Sýndir eru m.a. munir, minjar, hús, myndir og verkferlar.  Vegna sérhæfingar okkar sem minjasafns er fjallar um nútímavæðingu þjóðarinnar er mikið um óvenjulegar vélar og búnað og aðrar menningarminjar sem ekki eru til sýnis í mörgum öðrum söfnum landsins.   Tækniminjasafnið sýnir hvernig tæknibreytingar á fjölmörgum sviðum, t.d. véltækni, rafmagn, fjarskipti, samgöngur og byggingalist eru samofnar breytingum á lifnaðarháttum og umhverfi. Safnið er einnig byggðasafn Seyðfirðinga.  Haldin eru námskeið og sýningar auk þess sem við stundum rannsóknir og kennslu og tökum þátt í margvíslegu menningarstarfi og samstafsverkefnum.  Sýningar eru lifandi og leitast við að endurvekja andrúm tímans sem fjallað er um. Safnasvæðið er jafnframt tilvalið útisvistarsvæði fyrir gönguferðir og samveru.  Lítil verslun er á safninu þar sem hægt er að fá bækur, sælgæti og minjagripi.

Vjelasmiðja Jóhanns Hanssonar (1907)

Meðal menningarbygginga sem Tækniminjasafnið varðveitir og hefur umsjón með er Vjelasmiðja Jóhanns Hanssonar sem síðar varð Vélsmiðja Seyðisfjarðar.  Vjelasmiðjan var stofnuð 1907 og varð brátt öflugt fyrirtæki á landsvísu. Árið 1918 var hún stækkuð til muna og bættist þá við málmbræðsla þar sem framleidd voru m.a línuspil og alls kyns varahlutir í bátavélar. Vélsmiðja Seyðisfjarðar hóf stálskipasmíði árið 1967, en starfsemi fyrirtækisins lagðist af 1993.  Elsta húsasamstæða Vjelasmiðjunnar er nú hluti af fastasýningum safnsins.  Auk þess er húsnæðið notað sem kennsluaðstaða fyrir ýmis handverksnámskeið.  Tækniminjasafn Austurlands Seydisfjordur.
Vjelasmiðja Jóhanns Hanssonar