Námskeið í boði á Smiðjuhátíð
Tækniminjasafnsins 
26.-28. júlí 2019

ELDUR Í AFLI -GRUNNNÁMSKEIÐ Í ELDSMÍÐI - og framhaldsnám.

Beate á Kristnesi  26.-28. júlí 2019  10 stundir. 


    Kennd verða grunnatriði í eldsmíði þar sem þátttakendur læra um eðli elds og járns, umönnun eldsins, meðferð steðjans og notkun verkfæra.  Þátttakendur kynnast hvernig unnið er með glóandi járn svo úr verði einstakir gripir og smíða m.a. króka, kertastjaka, spíkera (saum) og annað smotterí.  Lengra komnir geta æft sig og fengið leiðsögn hjá Beate varðandi flóknari smíði.  Unnið er í sögulegri smiðju frá 1918.

26.-28. júlí 2019. 10 stundir. Kr. 20.000 – ALLT EFNI INNIFALIÐ.

25% afsl. yngri en 18 í fylgd m. fullorðnum.

Hefst föstudaginn 26. Júlí 2019 kl.13. á Tækniminjasafninu, Seyðisfirði.

 Leiðbeinandi: Beate á Kristnesi  er reyndur leiðbeinandi, norðurlandameistari og margfaldur Íslandsmeistari í eldsmíði.  Hún hefur kennt og sýnt vítt og breitt um landið og rekur sína eigin smiðju á Kristnesi í Eyjafirði.  

   

Skráning hér neðst á síðunni, með tölvupósti á tekmus@tekmus.is eða í símum 4721696 / 8617764

Á PRENTI NÚ SEM FYRR - PRENT OG BÓKAGERÐ

Litten Nyström  26.-28. júlí 2019 -10 stundir.

   Námskeið þar sem þátttakendur fá að kynnast úrvali prenttækni, prentmiðla og aðferða til að skapa sína eigin smáútgáfu af bókverkum eða listabókum.  Einstakt tækifæri til þess að kynnast og vinna með sögulegum vélum og verkfærum, gömlum prentmótum, litum og bókbandi í prentsmiðju Tækniminjasafnsins. Innan um fallegar gamlar prentvélar kynnast nemendur letterpress letri, dúkristum, tréristum og djúpþrykki . Auk hefðbundinna aðferða verður unnið með einþrykki, límþrykki og steinþrykki. Námskeiðið er á ensku.
26.-28. júlí 2019. 10 stundir. Kr. 18.000 – ALLT EFNI INNIFALIÐ.

25% afsl. yngri en 18 í fylgd m. fullorðnum.

Hefst föstudaginn 26. Júlí 2019 kl.13. á Tækniminjasafninu, Seyðisfirði.

Leiðbeinandi: Litten Nyström er dönsk listakona, hönnuður og útgefandi sem gerir út frá Seyðisfirði. 

Skráning hér neðst á síðunni, með tölvupósti á tekmus@tekmus.is eða í símum 4721696 / 8617764

í deiglunni - GRUNNNÁMSKEIÐ Í MÁLMSTEYPU
Guðmundur Sigurðsson 26.-28. júlí 2019 10 stundir.

 

   Frábært og spennandi námskeið.  Kennd grunnatriði í málmsteypu og gerð steypumóta í steypiríi Tækniminjasafnsins frá 1918.  Nemendur bræða málma í deiglu og steypa hluti úr tini og bronsi.  Nemendur geta jafnvel steypt smáhluti eftir fyrirmyndum sem þeir koma með sjálfir.  
26.-28. júlí 2019. 12 stundir. Kr. 18.000 – ALLT EFNI INNIFALIÐ.

25% afsl. yngri en 18 í fylgd m. fullorðnum.

Hefst föstudaginn 26. Júlí 2019 kl.13. á Tækniminjasafninu, Seyðisfirði.

 Leiðbeinandi: Guðmundur Sigurðsson er reyndur leiðbeinandi og umsjónarmaður hinnar glæstu smiðju sem rekin er á Akranesi af Félagi Íslenskra Eldsmiða og Byggðasafninu í Görðum.   


Skráning hér neðst á síðunni, með tölvupósti á tekmus@tekmus.is eða í símum 4721696 / 8617764
FULLT Á HNÍFANÁMSKEIÐIР

uppseltHNÍFASMÍði-listilega gerður hnífur

Páll Kristjánsson (Palli hnífasmiður) 26.-28. júlí 2019 12 stundir.

   Þátttakendur smíða sér vandaðan hníf og leðurslíður sem passar nákvæmlega fyrir hann.  Þeir velja smíðaefni skaftsins, tré og bein úr fórum Palla sem er jafnan með mikið og fjölbreytt úrval smíðaefnis. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu hans www.knifemaker.is.

26.-28. júlí 2019. 12 stundir. Kr. 18.000ALLT EFNI INNIFALIÐ.

25% afsl. yngri en 18 í fylgd m. fullorðnum.

Hefst föstudaginn 26. Júlí 2019 kl.13. á Tækniminjasafninu, Seyðisfirði.

 

Leiðbeinandi: Páll Kristjánsson (Palli hnífasmiður)  vinnur alfarið sem hnífasmiður og hefur leiðbeint öðrum í faginu um langt árabil.


Skráning hér neðst á síðunni, með tölvupósti á tekmus@tekmus.is eða í símum 4721696 / 8617764

 tónlist fJARSKIPTanna-MORSELYKILSMÍÐI

JÓN ÞÓRODDUR JÓNSSON, kallmerki TF3JA 26.-27. júlí 2019 6 stundir.                                 Morse fjarskipti – upphaf nútíma fjarskipta kynnt og smíðaður nothæfur Morselykill með hljóðgjafa.  Hentar fólki á öllum aldri. Ótrúlega skemmtilegt.

26.-27. júlí 2019. 6 stundir. Kr. 3.000ALLT EFNI INNIFALIÐ.

Hefst föstudaginn 26. Júlí 2019 kl.13. á Tækniminjasafninu, Seyðisfirði.

Leiðb: Jón Þóroddur Jónsson, fv. yfirverkfr. Pósts og síma.kallmerki TF3JA.                        

Skráning hér neðst á síðunni, með tölvupósti á tekmus@tekmus.is eða í símum 4721696 / 8617764

lóa í lófanum-tÁLGUNÁMSKEIР

 

Bjarni Þór Kristjánsson föstud. 26. júlí 2019 3 stundir eða laugard. 27. júlí 2019 3 stundir.

    Tálgunámskeið sem hentar öllum, ungum sem öldnum.  Þátttakendur læra þá fornu lista að tálga, m.a. íslenska fugla úr tré, t.d. lóur, krummar, þrestir, tjaldar o.fl.  Tré og greinar lifna við í höndunum á hverjum sem er á undraverðan hátt.

Námskeiðið verður haldið tvisvar- eins í bæði skiptin.

26. eða 27. júlí 2019. 3 stundir. Kr. 5.000 – ALLT EFNI INNIFALIÐ

Tálgunámskeið 1 hefst föstud. 26. júlí 2019 kl.10. á Tækniminjasafninu. 

Tálgunámskeið 2 hefst laugard. 27. júlí 2019 kl.13. á Tækniminjasafninu.

Leiðbeinandi: Bjarni Þór Kristjánsson er fæddur á Seltjarnarnesi 1954, ólst upp í umhverfi handverksins og hefur sjálfur tálgað og unnið með viði frá unga aldri þar sem viðfangsefnin eru gjarnan fólk og fuglar.  Auk þess hefur hann helgað sér varðveislu gamals handverks, svo sem eldsmíði, trafaöskjugerð, útskurði og trérennismíði.  Hans aðalstarf er smíðakennsla í Grunnskólum Reykjavíkur.

Skráning hér neðst á síðunni, með tölvupósti á tekmus@tekmus.is eða í símum 4721696 / 8617764PRÓFAÐU Í HVELLI - ÖRNÁMSKEIÐ Í ELDSMÍÐI 

Bjarni Þór Kristjánsson föstud. 26. júlí 3 stundir eða laugard 27. júlí 2019 3 stundir.

     Nemendur kynnast grunnþáttum eldsmíðinnar - eðli elds og járns og prófa að smíða nokkra smágripi - t.d. króka og spíkera (saum).  Unnið verður við samskonar eldstæði og notuð voru á víkingatímanum, fýsibelgur og allt.   Námskeiðið verður haldið tvisvar- eins í bæði skiptin.

26. og 27. júlí 2019. 3 stundir. Kr. 5.000 – ALLT EFNI INNIFALIÐ

Örnámskeið  1 hefst föstud. 26. júlí 2019 kl.15. á Tækniminjasafninu. 

Örnámskeið   2 hefst laugard. 27. júlí 2019 kl.9. á Tækniminjasafninu.

Leiðbeinandi: Bjarni Þór Kristjánsson er fæddur á Seltjarnarnesi 1954, ólst upp í umhverfi handverksins og hefur sjálfur tálgað og unnið með viði frá unga aldri þar sem viðfangsefnin eru gjarnan fólk og fuglar.  Auk þess hefur hann helgað sér varðveislu gamals handverks, svo sem eldsmíði, trafaöskjugerð, útskurði og trérennismíði.  Hans aðalstarf er smíðakennsla í Grunnskólum Reykjavíkur.

Skráning hér neðst á síðunni, með tölvupósti á tekmus@tekmus.is eða í símum 4721696 / 8617764

Athugið að sum verkalýðsfélög styrkja þátttöku í námskeiðum!

Skráning í námskeið

Þegar þú hefur smellt á "SENDA" á að birtast staðfestingartexti NEÐST hér á skjánum.

Ef hann birtist ekki má senda póst á tekmus@tekmus.is eða hringja í síma 472 1696. Prófaðu aftur eða hringdu í 8617764