Translate This Page

Helstu fréttir:
Þessa daganna eru verkefnatengdar sýningar í gangi á safninu. Þar geta gestir séð list- og handverksmenn að störfum og í sumum tilfellum tekið þátt sjálfir.  Dagskrá þessara atburða er  hér:
 

TÆKNIMINJASAFN AUSTURLANDS VAR STOFNAÐ 1984 OG FJALLAR AÐALLEGA UM ÞANN TÍMA ER NÚTÍMINN VAR AÐ HEFJA INNREIÐ SÍNA Á LANDINU UM 1880 - 1950. SAFNIÐ SÝNIR HVERNIG TÆKNIBREYTINGAR Á FJÖLMÖRGUM SVIÐUM, T.D. VÉLTÆKNI, RAFMAGN, FJARSKIPTI, SAMGÖNGUR OG BYGGINGALIST ERU SAMOFNAR BREYTINGUM Á LIFNAÐARHÁTTUM OG UMHVERFI. SÝNINGAR ERU LIFANDI OG LEITAST VIÐ AÐ ENDURVEKJA ANDRÚM TÍMANS SEM FJALLAÐ ER UM. SAFNASVÆÐIÐ ER JAFNFRAMT TILVALIÐ ÚTISVISTARSVÆÐI FYRIR GÖNGUFERÐIR OG SAMVERU. 

 Um safnið

Tækniminjasafn Austurlands er menningarminjasafn sem er jafnframt sjálfstæð vísinda- og þjónustustofnun sem rekin er í þágu almennings.  Því er ætlað að vera miðstöð minjavörslu og rannsókna á tækniminjum af öllu landinu með áherslu á Austurlandi.  Það er auk þess byggðasafn Seyðfirðinga.  Safnið var stofnað 1984 og fjallar aðallega um þann tíma er nútíminn var að hefja innreið sína á landinu um 1880 - 1950.  Því er ætlað að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar og stuðla að því að sem flestir geti haft gagn og gaman af sögu og minjum lands og þjóðar.  Þrjár grunnsýningar eru nú á safninu, Prentstofan, Símstöðin og Vjelasmiðja Jóhanns Hanssonar auk þess sem tilfallandi styttri sýningar eru jafnan á boðstolum.  Safnið er í sex húsum auk útisvæðis með bryggju, slipp, görðum og gróðursælar hlíðar.  Í júlí ár hvert er haldin þriggja daga hátíð "Smiðjuhátíðin" þar sem fjölbreytt námskeið í eldra handverki fara fram.  Tónlistar- og skemmtiatriði eru jafnan seinni part dags og á kvöldin er dansað á Angrósbryggjunni við lifandi tónlist.