GRUNNNÁMSKEIÐ Í ELDSMÍÐI - og framhaldsnám.  

Beate á Kristnesi  22.-24. júlí 2016  10 stundir. 

     Kennd verða grunnatriði í eldsmíði þar sem þátttakendur læra um eðli elds og járns, umönnun eldsins, meðferð steðjans og notkun verkfæra.  Þátttakendur kynnast hvernig unnið er með glóandi járn svo úr verði einstakir gripir og smíða m.a. króka, kertastjaka, spíkera (saum) og annað smotterí.  Þeir sem eru komnir lengra geta æft sig og fengið leiðsögn hjá Beate varðandi flóknari smíði. Beate er reyndur leiðbeinandi, norðurlandameistari og margfaldur Íslandsmeistari í eldsmíði.  Hún hefur kennt og sýnt vítt og breitt um landið og rekur sína eigin smiðju á Kristnesi í Eyjafirði.  Verð kr. 20.000.- Allt efni innifalið.  25% afsláttur fyrir yngri en átjan ára í fylgd fullorðinna.  Námskeiðið hefst á föstudeginum 22. Júlí 2016 kl. 13. á Tækniminjasafninu, Seyðisfirði.  

     

Hægt er að skrá sig hér neðst á síðunni, með tölvupósti á tekmus@tekmus.is 

eða í síma 472-1696

Eldsmiðanámskeið hjá Beate

GRUNNNÁMSKEIÐ ELDSMÍÐI 10 stundir KR. 20.000.-
         ATHUGIÐ AÐ SUM VERKALÝÐSFÉLÖG STYRKJA ÞÁTTTÖKU Í NÁMSKEIÐUM!

Skráning í námskeið

Þegar þú hefur smellt á "SENDA" á að birtast staðfestingartexti NEÐST hér á skjánum.

Ef hann birtist ekki má senda póst á tekmus@tekmus.is eða hringja í síma 472 1696. Prófaðu aftur eða hringdu í 8617764