SMELLA OG PRENTA – Ljósmyndavinnustofa.

16 ára og eldri.

Zuhaitz Akizu og Jessica Aueri 29.-30.  júlí 2017   12 tímar.

 Á þessari ljósmyndavinnustofu breyta þátttakendur heiminum í kringum sig í alvöru ljósmyndir.  Lögð er áhersla á gamaldags handvirkar aðferðir (analog) þar sem notaðar verða myndavélar af gamla skólanum með filmur í stóru formati og Polaroid filmuvélar sem framkalla sjálfar.  Einng má æfa sig með stafrænar vélar. 

Kennt verður hvernig ljósi er safnað og notað til að gera úr því ekta ljósmyndir á einum degi.  Reyndir ljósmyndarar frá „Ströndinni Studíó“ aðstoða við að fanga andrúmsloft Smiðjuhátíðarinnar og sýna hvernig gera má fallegar portrettmyndir og sláandi myndir af umhverfinu.  Allir fara heim með mynd.  Verð kr. 12.000.- Allt efni innifalið.Námskeiðið hefst laugardaginn 29. Júlí 2017 kl. 10  á Tækniminjasafninu á Seyðisfirði.

                Hægt er að skrá sig hér neðst á síðunni, með tölvupósti á tekmus@tekmus.is eða í síma 472 1696.

ATHUGIÐ AÐ SUM VERKALÝÐSFÉLÖG STYRKJA ÞÁTTTÖKU Í NÁMSKEIÐUM!

Skráning í námskeið

Þegar þú hefur smellt á "SENDA" á að birtast staðfestingartexti NEÐST hér á skjánum.

Ef hann birtist ekki má senda póst á tekmus@tekmus.is eða hringja í síma 472 1696. Prófaðu aftur eða hringdu í 8617764