GRUNNNÁMSKEIÐ Í MÁLMSTEYPU

Guðmundur Sigurðsson 27.-29. júlí 2018 10 stundir.
     Kennd verða grunnatriði í málmsteypu og gerð steypumóta.  Nemendur bræða málma og steypa hluti úr tini og bronsi.  Einnig gefst nemendum kost á að steypa smáhluti eftir fyrirmyndum sem þeir koma með sjálfir. 
Verð kr. 20.000.- Allt efni innifalið.  25% afsláttur fyrir yngri en átjan ára í fylgd fullorðinna.  Námskeiðið hefst á föstudeginum 27. júlí kl. 13. í Tækniminjasafninu á Seyðisfirði.
     Guðmundur er reyndur leiðbeinandi og umsjónarmaður hinnar glæstu smiðju sem rekin er á Akranesi af Félagi Íslenskra Eldsmiða og Byggðasafninu í Görðum.  Þar var Norðurlandameistaramótið í eldsmíði haldið árið 2013 undir styrkri stjórn Guðmundar sem einnig hefur umsjon með árlegri hátíð Félags íslenskra eldsmíða sem haldin er á sama stað.

Hægt er að skrá sig hér neðst á síðunni, með tölvupósti tekmus@tekmus.is eða í síma 472 1696. 
Guðmundur ásamt samstarfsfólki og nemendum.
Margir góðir gripir hafa verið smíðaðir á námskeiðum safnsins.
GRUNNNÁMSKEIÐ MÁLMSTEYPU 10 stundir KR. 20.000-.
ATHUGIÐ AÐ SUM VERKALÝÐSFÉLÖG STYRKJA ÞÁTTTÖKU Í NÁMSKEIÐUM!

Skráning í námskeið

Þegar þú hefur smellt á "SENDA" á að birtast staðfestingartexti NEÐST hér á skjánum.

Ef hann birtist ekki má senda póst á tekmus@tekmus.is eða hringja í síma 472 1696. Prófaðu aftur eða hringdu í 8617764