Námskeið í boði á Smiðjuhátíð
Tækniminjasafnsins 22.-24. júlí 2016

GRUNNNÁMSKEIÐ Í ELDSMÍÐI - og framhaldsnám.   (nánar hér) 

Beate á Kristnesi  22.-24. júlí 2016  10 stundir. 


     Kennd verða grunnatriði í eldsmíði þar sem þátttakendur læra um eðli elds og járns, umönnun eldsins, meðferð steðjans og notkun verkfæra.  Þátttakendur kynnast hvernig unnið er með glóandi járn svo úr verði einstakir gripir og smíða m.a. króka, kertastjaka, spíkera (saum) og annað smotterí.  Þeir sem eru komnir lengra geta æft sig og fengið leiðsögn hjá Beate varðandi flóknari smíði. Beate er reyndur leiðbeinandi, norðurlandameistari og margfaldur Íslandsmeistari í eldsmíði.  Hún hefur kennt og sýnt vítt og breitt um landið og rekur sína eigin smiðju á Kristnesi í Eyjafirði.  Verð kr. 20.000.- Allt efni innifalið.  25% afsláttur fyrir yngri en átjan ára í fylgd fullorðinna.  Námskeiðið hefst á föstudeginum 22. Júlí 2016 kl. 13. á Tækniminjasafninu, Seyðisfirði.  

   

Hægt er að skrá sig hér neðst á síðunni, með tölvupósti á tekmus@tekmus.is 

eða í síma 472-1696

Jóhann Ludwig Torfason & Ragnhildur Jóhannsdóttir 22.-24. júlí 2016 -14 stundir.

     Þátttakendur fá að kynnast mismunandi prentmiðlum og gera sameiginlegt bókverk.  Notaðir eru lausir stafir auk þess sem blýsetningavél er á staðnum.  Einnig verður unnið með frjálsri aðferð og unnið með gömlum prentplötum (klisjum) úr fórum safnsins.   Nemendur reyna sig við mismunandi bókband og vinna að sameiginlegu bókverki í nægjanlegu upplagi fyrir alla þátttakendur með myndum og/eða texta sem þeir hafa sjálfir valið eða búið til.  Opið öllum.  Verð kr. 26.000.- Allt efni innifalið.  25% afsláttur fyrir yngri en átjan ára í fylgd fullorðinna.  Námskeiðið hefst á föstudeginum 22. júlí kl. 13. í Tækniminjasafninu á Seyðisfirði.
     Jóhann er myndlistarmaður, kennari og umsjónarmaður prentverkstæðis Listaháskóla Íslands.   Ragnhildur er myndlistarmaður og hefur unnið mikið með texta, ljóð og bókverkum. Þau hafa bæði nt verk sín heima og erlendis og komið að fjölmörgum spennandi verkefnum á sviði prentgerðar og bókverka.  


Hægt er að skrá sig hér neðst á síðunni, með tölvupósti tekmus@tekmus.is eða í síma 472 1696.  

GRUNNNÁMSKEIÐ Í MÁLMSTEYPU (nánar)
Guðmundur Sigurðsson 22.-24. júlí 2016 10 stundir.

     Kennd verða grunnatriði í málmsteypu og gerð steypumóta.  Nemendur bræða málma og steypa hluti úr tini og bronsi.  Einnig gefst nemendum kost á að steypa smáhluti eftir fyrirmyndum sem þeir koma með sjálfir.  Verð kr. 20.000.- Allt efni innifalið.  25% afsláttur fyrir yngri en átjan ára í fylgd fullorðinna.  Námskeiðið hefst á föstudeginum 22. júlí kl. 13. í Tækniminjasafninu á Seyðisfirði.
     Guðmundur er reyndur leiðbeinandi og umsjónarmaður hinnar glæstu smiðju sem rekin er á Akranesi af Félagi Íslenskra Eldsmiða og Byggðasafninu í Görðum.  Þar var Norðurlandameistaramótið í eldsmíði haldið árið 2013 undir styrkri stjórn Guðmundar sem einnig hefur umsjon með árlegri hátíð Félags íslenskra eldsmíða sem haldin er á sama stað.

Hægt er að skrá sig hér neðst á síðunni, með tölvupósti tekmus@tekmus.is eða í síma 472 1696. 

HNÍFASMÍÐI

Páll Kristjánsson (Palli hnífasmiður) 22.-24. júlí 2016 12 stundir.
     Þátttakendur velja smíðaefni skaftsins úr fórum Palla og fara heim með nýskeftan hníf í slíðri.  Palli hnífasmiður hefur mikla reynslu í sínu fagi og vinnur alfarið sem hnífasmiður.  Frekari upplýsinga má finna á heimasíðu hansVerð kr. 20.000.- Allt efni innifalið.  25% afsláttur fyrir yngri en átjan ára í fylgd fullorðinna.  Námskeiðið hefst á föstudeginum 22. júlí kl. 13. í Tækniminjasafninu á Seyðisfirði.

Hægt er að skrá sig hér neðst á síðunni, með tölvupósti tekmus@tekmus.is eða í síma 472 1696. 

 FJARSKIPTi-MORSELYKILSMÍÐI (nánar)

JÓN ÞÓRODDUR JÓNSSON, kallmerki TF3JA 24.-25. júlí 2015 6 stundir.                              Kennd verða grunnatriði í Morse fjarskiptum og smíðaður nothæfur Morse-lykill með hljóðgjafa.  Hentar öllum á öllu aldri.  Verð kr. 3.000.- allt efni innifalið.  Námskeiðið hefst á föstudeginum 24. júlí kl. 13 á Tækniminjasafninu á Seyðisfirði.

Hægt er að skrá sig hér neðst á síðunni, með tölvupósti tekmus@tekmus.is eða í síma 472 1696.

TÁLGUNÁMSKEIÐ 1(föstud.)og 2(laugard.) 

Bæði námskeiðin eru eins, en haldin sinn hvorn daginn. 

Bjarni Þór Kristjánsson föstud. 22. júlí 4 stundir & laugard. 23. júlí 2016 4 stundir.

     Þátttakendur læra að tálga íslenska fugla úr tré, t.d. lóur, krummar, þrestir, tjaldar og fleira.  Auk þess mun Bjarni kynna hvernig hægt er að gera álftir með svokallaðri ýsubeinaaðferð.  Opið öllum.  Verð kr. 5.000.- Allt efni innifalið.  25% afsláttur fyrir yngri en átjan ára í fylgd fullorðinna.  Námskeiðið hefst föstudaginn 22. júlí kl. 10. í Tækniminjasafninu á Seyðisfirði.
     Bjarni Þór Kristjánsson er fæddur á Seltjarnarnesi 1954, ólst upp í umhverfi handverksins og hefur sjálfur tálgað og unnið í timbur frá unga aldri þar sem viðfangsefnin eru gjarnan fólk og fuglar.  Auk þess hefur hann helgað sér varðveislu gamals handverks, svo sem eldsmíði, trafaöskjugerð, útskurði og trérennismíði.  Hans aðalstarf er smíðakennsla í Grunnskólum Reykjavíkur.  Sá efniviður sem hann notar er heimafengið timbur og rekaviður, auk þess sem hann vinnur í búrhvaltennur og íbenholt og lætur þá gjarnan þessar andstæður spila saman.  Bæði námskeiðin eru eins, en haldin sinn hvorn daginn.  Tálgunámskeið 1 hefst á föstudeginum 22. júlí kl.10. en Tálgunámskeið 2 hefst laugardaginn 23. Júlí 2016 kl. 13. 2016 í Tækniminjasafninu á Seyðisfirði. 

Hægt er að skrá sig hér neðst á síðunni, með tölvupósti á tekmus@tekmus.is eða í síma 472 1696.ÖRNÁMSKEIÐ Í ELDSMÍÐI 1 (föstud.) & 2 (laugard.) 

Bæði námskeiðin eru eins, en haldin sinn hvorn daginn. 

Bjarni Þór Kristjánsson föstud. 22. júlí 3 stundir & laugard 23. júlí 2016 3 stundir.

     Nemendur fá að kynnast grunnþáttum eldsmíðinnar - eðli elds og járns.  Þeir fá síðan að prófa að smíða nokkra smágripi - t.d. króka og spíkera (saum).  Unnið verður við samskonar eldstæði og notuð voru á víkingatímanum, fýsibelgur og allt.  Verð kr. 6.000.- Allt efni innifalið.  25% afsláttur fyrir yngri en átjan ára í fylgd fullorðinna.  Bjarni Þór Kristjánsson er fæddur á Seltjarnarnesi 1954, ólst upp í umhverfi handverksins og hefur sjálfur tálgað og unnið í timbur frá unga aldri þar sem viðfangsefnin eru gjarnan fólk og fuglar.  Auk þess hefur hann helgað sér varðveislu gamals handverks, svo sem eldsmíði, trafaöskjugerð, útskurði og trérennismíði.  Hans aðalstarf er smíðakennsla í Grunnskólum Reykjavíkur.  Sá efniviður sem hann notar er heimafengið timbur og rekaviður, auk þess sem hann vinnur í búrhvaltennur og íbenholt og lætur þá gjarnan þessar andstæður spila saman.  Bæði námskeiðin eru eins, en haldin sinn hvorn daginn.  Örnámskeið í Eldsmíði 1 hefst á föstudeginum 22. júlí kl.15,  en Örnámskeið í Eldsmíði 2 hefst á laugardeginum 23. Júlí 2016  júlí kl.9. 

              Hægt er að skrá sig hér neðst á síðunni, með tölvupósti á tekmus@tekmus.is eða í síma 472 1696.

SÓLARMYNDAGERÐ 1(laugard) & 2(sunnud.)

Bæði námskeiðin eru eins en haldin sinn hvorn daginn.

Zuhaitz Akizu og Jessica Auerilaugard. 23. júlí 90 mínútur & sunnud. 24. júlí  90 mínútur

     Fyrir alla 6 ára og eldri.   Cyanotype er ein elsta aðferðin í ljósmyndagerð, örugg og einföld.  Þáttakendur geta komið með eigin ljósmynd útprentaða eða notað plöntur, klippimyndir  o.fl til að prenta gullfallegar ljósmyndir.  Verð kr. 1000.- Allt efni innifalið.  Bæði námskeiðin eru eins en haldin sinn hvorn daginn.  Námskeiðið Sólamyndagerð 1 hefst laugardaginn 23. Júlí kl. 11, en Sólamyndagerð 2 hefst sunnudaginn 24. Júlí kl. 11.


                Hægt er að skrá sig hér neðst á síðunni, með tölvupósti á tekmus@tekmus.is eða í síma 472 1696.

Athugið að sum verkalýðsfélög styrkja þátttöku í námskeiðum!

Skráning í námskeið

Þegar þú hefur smellt á "SENDA" á að birtast staðfestingartexti NEÐST hér á skjánum.

Ef hann birtist ekki má senda póst á tekmus@tekmus.is eða hringja í síma 472 1696. Prófaðu aftur eða hringdu í 8617764