PRENT OG BÓKVERKANÁMSKEIР


Jóhann Ludwig Torfason & Ragnhildur Jóhannsdóttir 28.-30. júlí 2016 -14 stundir.
     Þátttakendur fá að kynnast mismunandi prentmiðlum og gera sameiginlegt bókverk.  Notaðir eru lausir stafir auk þess sem blýsetningavél er á staðnum.  Einnig verður unnið með frjálsri aðferð og unnið með gömlum prentplötum (klisjum) úr fórum safnsins.   Nemendur reyna sig við mismunandi bókband og vinna að sameiginlegu bókverki í nægjanlegu upplagi fyrir alla þátttakendur með myndum og/eða texta sem þeir hafa sjálfir valið eða búið til.  Opið öllum.  Verð kr. 26.000.- Allt efni innifalið.  
25% afsláttur fyrir yngri en átjan ára í fylgd fullorðinna.  Námskeiðið hefst á föstudeginum 28. júlí kl. 13. í Tækniminjasafninu á Seyðisfirði.
     Jóhann er myndlistarmaður, kennari og umsjónarmaður prentverkstæðis Listaháskóla Íslands.   Ragnhildur er myndlistarmaður og hefur unnið mikið með texta, ljóð og bókverkum. Þau hafa bæði nt verk sín heima og erlendis og komið að fjölmörgum spennandi verkefnum á sviði prentgerðar og bókverka.  


Hægt er að skrá sig hér neðst á síðunni, með tölvupósti tekmus@tekmus.is eða í síma 472 1696.  

ATHUGIÐ AÐ SUM VERKALÝÐSFÉLÖG STYRKJA ÞÁTTTÖKU Í NÁMSKEIÐUM!

Skráning í námskeið

Þegar þú hefur smellt á "SENDA" á að birtast staðfestingartexti NEÐST hér á skjánum.

Ef hann birtist ekki má senda póst á tekmus@tekmus.is eða hringja í síma 472 1696. Prófaðu aftur eða hringdu í 8617764