PRENTNÁMSKEIÐ

STEINÞRYKK, HÁÞRYKK, DÚKRISTA OG FLEIRA


Piotr Kolakowski 27.-29. júlí 2018 -10 stundir.

     Þátttakendur fá að kynnast mismunandi prentmiðlum og gera sameiginlegt listprentverk.  Unnið verður með "letterpress"  tækni (háþrykk) og efni, dúkristur og hið mikilfenglega steinþrykk (litógrafía).   Einnig verður unnið með frjálsri aðferð og  með gömlum prentplötum (klisjum) úr fórum safnsins.   Unnið verður að sameiginlegu verki í nægjanlegu upplagi fyrir alla þátttakendur með myndum og/eða texta sem þeir hafa sjálfir valið eða búið til.  Opið öllum.  Verð kr. 20.000.- Allt efni innifalið.  25% afsláttur fyrir yngri en átjan ára í fylgd fullorðinna.  Námskeiðið hefst á föstudeginum 27. júlí kl. 13. í Tækniminjasafninu á Seyðisfirði.

     Piotr Kolokowski (fæddur 1991 í Varsjá, Póllandi) er ungur listamaður sem nú býr og starfar á Seyðisfirði  og vinnur aðallega með grafík og listabókverk.  Hann lauk Mastersnámi 2015 í Listaháskóla Varsjár (Department of Graphic Art and Design at Warsaw Academy of Fine Arts, Poland) og hefur einnig numið gráfíska list í Royal Academey of the Arts in The Hague, Hollandi.  Árið 2013 hlaut hann námsstyrk pólska  Mennta- og Menningarmálaráðuneytisins fyrir ungan listamann.  Piotr er meðlimur í Dieter Roth Akademíunni.

Hægt er að skrá sig hér neðst á síðunni, með tölvupósti tekmus@tekmus.is eða í síma 472 1696. 

ATHUGIÐ AÐ SUM VERKALÝÐSFÉLÖG STYRKJA ÞÁTTTÖKU Í NÁMSKEIÐUM!

Skráning í námskeið

Þegar þú hefur smellt á "SENDA" á að birtast staðfestingartexti NEÐST hér á skjánum.

Ef hann birtist ekki má senda póst á tekmus@tekmus.is eða hringja í síma 472 1696. Prófaðu aftur eða hringdu í 8617764