SÓLARMYNDAGERÐ (cyanotype)

Frábært fyrir fjölskyldur og börn 6 ára og eldri.Börn 6-10 ára þurfa að vera í fylgd fullorðinna.

Zuhaitz Akizu og Jessica Aueri FÖSTUDAGINN 28. júlí 2017  3 tímar.

      Einföld, skapandi og umhverfisvæn aðferð til að prenta myndir af hverju sem þér dettur í hug með aðstoð sólarinnar! Fyrir alla 6 ára og eldri.   Ljósmyndarar frá „Ströndinni Studio“ skaffa öll efni og veita leiðsögn inn í leyndardóma þess að útbúa ljósnæmt pappír og prenta fagurbláar ljósmyndir (cyanotype/sólarmyndir).  Sólarmyndaaðferðin er elsta aðferð ljósmyndagerðar og var fyrr á tímun notuð til að gera ljósmyndir af plöntum án þess að styðjast við myrkraherbergi og hættulegar efnablöndur.  Aðferðin er sú einfaldasta til að semja myndefni og setja saman myndir af fundnum og handgerðum hlutum eins og jurtir, gamlar filmur, klippimyndir og teikningar. Verð kr. 2500.- Allt efni innifalið.  Námskeiðið hefst föstudaginn 28. Júlí 2017 kl. 14 á Tækniminjasafninu á Seyðisfirði.

                Hægt er að skrá sig hér neðst á síðunni, með tölvupósti á tekmus@tekmus.is eða í síma 472 1696.

ATHUGIÐ AÐ SUM VERKALÝÐSFÉLÖG STYRKJA ÞÁTTTÖKU Í NÁMSKEIÐUM!

Skráning í námskeið

Þegar þú hefur smellt á "SENDA" á að birtast staðfestingartexti NEÐST hér á skjánum.

Ef hann birtist ekki má senda póst á tekmus@tekmus.is eða hringja í síma 472 1696. Prófaðu aftur eða hringdu í 8617764