TÁLGUNÁMSKEIÐ 1(föstud.) OG 2(laugard.) 

Bæði námskeiðin eru eins, en haldin sinn hvorn daginn. 

Bjarni Þór Kristjánsson föstud. 22. júlí 4 stundir & laugard. 23. júlí 2016 4 stundir.

     Þátttakendur læra að tálga íslenska fugla úr tré, t.d. lóur, krummar, þrestir, tjaldar og fleira.  Auk þess mun Bjarni kynna hvernig hægt er að gera álftir með svokallaðri ýsubeinaaðferð.  Opið öllum.  Verð kr. 5.000.- Allt efni innifalið.  25% afsláttur fyrir yngri en átjan ára í fylgd fullorðinna.  Námskeiðið hefst föstudaginn 22. júlí kl. 10. í Tækniminjasafninu á Seyðisfirði.
     Bjarni Þór Kristjánsson er fæddur á Seltjarnarnesi 1954, ólst upp í umhverfi handverksins og hefur sjálfur tálgað og unnið í timbur frá unga aldri þar sem viðfangsefnin eru gjarnan fólk og fuglar.  Auk þess hefur hann helgað sér varðveislu gamals handverks, svo sem eldsmíði, trafaöskjugerð, útskurði og trérennismíði.  Hans aðalstarf er smíðakennsla í Grunnskólum Reykjavíkur.  Sá efniviður sem hann notar er heimafengið timbur og rekaviður, auk þess sem hann vinnur í búrhvaltennur og íbenholt og lætur þá gjarnan þessar andstæður spila saman.  Bæði námskeiðin eru eins, en haldin sinn hvorn daginn.  Tálgunámskeið 1 hefst á föstudeginum 22. júlí kl.10. en Tálgunámskeið 2 hefst laugardaginn 23. Júlí 2016 kl. 13. 2016 í Tækniminjasafninu á Seyðisfirði. 

Hægt er að skrá sig hér neðst á síðunni, með tölvupósti á tekmus@tekmus.is eða í síma 472 1696.


ATHUGIÐ AÐ SUM VERKALÝÐSFÉLÖG STYRKJA ÞÁTTTÖKU Í NÁMSKEIÐUM!

Skráning í námskeið

Þegar þú hefur smellt á "SENDA" á að birtast staðfestingartexti NEÐST hér á skjánum.

Ef hann birtist ekki má senda póst á tekmus@tekmus.is eða hringja í síma 472 1696. Prófaðu aftur eða hringdu í 8617764